

Pastries & Cookies
Daglegt brauð...
Við bjóðum upp á heimabakað bakkelsi á þjóðlegum nótum alla daga vikunnar.
Vöfflur
Með rjóma, sultu og súkkulaði- eða karamelluglassúr fyrir þá sem vilja!
800 kr.
Kókoskúlur
Góðar með kaffinu og krakkarnir elska þær!
200 kr.
Hjónabandssæla
Þessi klikkar aldrei! Mjúkur botn, stökk skorpa og heimatilbúin rabarbarasulta á milli... Við mælum með henni volgri með þeyttum rjóma.
700 kr.
Flatbrauð 1/2
Heimabakaða flatbrauðið frá Völlu í Brekku slær öllu við! Ómótstæðilegt með íslensku smjöri og hangikjöti eða reyktum silungi frá Reykkofanum við Mývatn.
900 kr.
Döðlukaka
Mjúk döðlukaka með heitri karamellusósu og þeyttum rjóma, það er erfitt að láta eina sneið duga!
800 kr.

Frönsk súkkulaðikaka
Hin fullkomna súkkulaðikaka með heimatilbúnum vanilluís eða þeyttum rjóma.
800 kr.
